sudurnes.net
Nýliðunarvandi í kennarastétt er farinn að segja til sín á Suðurnesjum - Local Sudurnes
Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, fór yfir tölulegar upplýsingar um fjölda kennara og leiðbeinenda í grunnskólum Reykjanesbæjar, á síðasta fundi fræðsluráðs Reykjanesbæjar. Í máli Helga kom fram að fyrirséður nýliðunarvandi í kennarastétt sé farinn að segja til sín á Suðuenesjasvæðinu og að mikilvægt sé að leitað verði allra leiða til þess að sporna gegn honum sem og að koma í veg fyrir brotthvarf kennara úr starfi. Hlutfall kennara með kennsluréttindi er nú tæp 80%. Þá benti Helgi á að fjöldi leiðbeinenda stundaði nú nám til kennsluréttinda með hvatningu og styrk frá sveitarfélaginu. Þá er að mati Helga mikilvægt er að hlúa vel að námi barna af erlendum uppruna í skólunum á svæðinu og nauðsynlegt að gera þeim málaflokki hátt undir höfði. Sviðsstjóri benti á að í nýútkominni handbók sem kynnt var sl. vor séu ýmsar tillögur til úrbóta sem verið sé að vinna að. Meira frá Suðurnesjum33% verslana á Suðurnesjum seldu börnum tóbakKeilir fékk ekki lögregluskólannFlugakademían hættir rekstriAfhentu styrki og hefja sölu á happdrættismiðumBílstjóri Bus4u forðaði stórslysi – “Við erum óhult og það er þér að þakka”Notkun komin yfir þolmörk – Biðla til íbúa að fara sparlega með rafmagnSjö Suðurnesjastúlkur á NM yngri landsliða í körfuboltaVel heppnaður SjávarauðlindaskóliBörnum brugðið við sprengingar á skólalóðBæjarstjórar segja Suðurnesin [...]