sudurnes.net
Nýjar reglur um flokkun úrgangs á byggingastað - Local Sudurnes
Embætti byggingarfulltrúa í Reykjanesbæ innleiddi nýverið að nú skuli skilað inn áætlun um meðhöndlun á byggingar- og niðurrifsúrgangi áður en framkvæmdir hefjast. Samkvæmt byggingarreglugerð (kafla 15.2.2) skal þessari áætlun skilað vegna eftirfarandi framkvæmda: Nýbygginga, viðbygginga eða breytinga á mannvirki þar sem að brúttó flatarmál gólfflatar þess hluta sem verkið tekur til er 300 m² eða meira.Umfangsmikilla viðgerða útveggja, svala, þaks o.þ.h. þegar flötur verks er 100 m² eða stærri.Niðurrifs á byggingum eða hluta bygginga þar sem brúttó gólfflötur verks er 100 m² að flatarmáli eða meir.Framkvæmda þar sem búast má við að úrgangur verði 10 tonn eða meira. Eyðublaðinu skal skilað samhliða umsókn um byggingarleyfi, en um er að ræða fylgiskjal þar sem magn úrgangs í hverjum flokki fyrir sig er áætlað og að lokinni framkvæmd er rauntölum skilað inn. Með þessu er verið að auka meðvitund um þann úrgang sem myndast á framkvæmdatíma, leggja áherslu á mikilvægi þess að endurnýta allt sem hægt er og að allur úrgangur sem fellur til sé rétt flokkaður. Í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er sérstök áhersla lögð á að draga úr umhverfisáhrifum byggingariðnaðarins en samkvæmt tölfræðiupplýsingum frá Umhverfisstofnun er úrgangur frá mannvirkjagerð stærsti úrgangsstraumurinn hér á landi. Það er því til mikils að vinna með [...]