Nýjast á Local Suðurnes

Nýir strætóar: Parketlagðir með góðu aðgengi fyrir fatlaða – Myndir!

Hópferðir Sævars Baldurssonar taka við rekstri almenningsvagna í Reykjanesbæ júní næstkomandi, en fyrirtækið átti lægra tilboðið af tveimur í þjónustuna þegar verkið var boðið út í janúar síðastliðnum. Fyrirtækið festi á dögunum kaup á fjórum nýjum almenningsvögnum, af gerðinni Mercedes Benz, sem notaðir verða við akstur í sveitarfélaginu.

Athyglisvert: Vantar snjóþotu? Og það strax! Sendum frítt á Suðurnesjum – Samdægurs!

Vagnarnir eru glæsilegir í alla staði, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, og er meðal annars lögð mikil áhersla á að aðgengi fyrir fatlaða sé með besta móti. Þá eru gólf hinna nýju vagna parketlögð og rými fyrir farþega sem ferðast með barnavagna, eða annan farangur, með því besta sem gerist.

hopf3

hopf2

hopf1