Nýjast á Local Suðurnes

Ný sprunga opnaðist á miðnætti

Ný gossprunga myndaðist um miðnætti í kvöld á eldstöðvunum á Reykjanesskaga. Sprungan er á milli þeirra tveggja sprunga sem þegar höfðu opnast.

Til stóð að opna fyrir aðgang að gossvæðinu klukkan sex í fyrramálið, en Almannavarnir ráða nú ráðum sínum um framhaldið, samkvæmt vef RÚV.