sudurnes.net
Ný lög um meðhöndlun úrgangs - Svona á að flokka! - Local Sudurnes
Í upphafi árs tóku gildi ný lög um meðhöndlun úrgangs á Íslandi. Í þeim er kveðið á um að flokka eigi í fjóra flokka við hvert heimili og fleiri flokka á grenndarstöðvum. Á heimasíðu Reykjanesbæjar er farið í gegnum hvað þýðir þetta fyrir hinn almenna íbúa á Suðurnesjum. Mismunandi útfærslur á tunnum Í sérbýlum verða þrjár tunnur við hvert heimili en í fjölbýlum verða mismunandi útfærslur eftir aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Meginmarkmiðið verður þó að fjölga tunnum eins lítið og hægt er. Íbúar þurfa ekki að panta nýjar tunnur fyrir utan heimili sín en gera þarf ráð fyrir auknum fjölda tunna og því gott að huga að því í tíma. Breytingarnar kalla einnig á nýja flokkunarsiði inni á heimilum og því þarf að huga að því hvernig flokkunum verði komið fyrir. Söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi Helsta breytingin er sú að nú hefst söfnun á matarleifum á Suðurnesjum og munu öll heimili fá körfu og bréfpoka til að safna þeim í eldhúsinu hjá sér. Allur lífræni eldhúsúrgangurinn sem safnast fer svo í gas- og jarðgerðarstöðina GAJU þar sem honum verður umbreytt í metangas og jarðvegsbæti (moltu). Mikilvægt er að notaðir séu bréfpokar undir þennan úrgangsflokk þar sem þeir jarðgerast [...]