Nýjast á Local Suðurnes

Notast við ferjusiglingar fari allt á versta veg

Reiknaðir hafa verið 1500 möguleikar á eldgosum til að kortleggja hugsanlegar ferðir hrauns, komi til eldgoss á Reykjanesi.

Þetta er á meðal þess sem kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik, sem sýndur var á RÚV í gær. Í þættinum kom fram að hraun gæti flætt yfir virkjun HS Orku í Svartsengi og Bláa lónið, eða inn í byggðina í Grindavík og alla leið niður í höfnina. Það færi þó alveg eftir því hvar gysi – ef það gerist þá yfirleitt að þessu sinni.

Hraungos geta valdið miklu eignatjóni og verulegum truflunum á daglegu lífi – Til að mynda gæti sú staða komið upp að hluti Reykjanesskaga myndi skilja frá Reykjavíkursvæðinu og samgöngur á milli þessara svæða á meðan á eldgosi stendur og hraun renna yrðu þá á ferjum.

Í þættinum kom einnig fram að sérfræðingar telji litlar líkur á gosi næstu árin þó ekki sé hægt að útiloka neitt.

Mynd: Wikipedia