Nýjast á Local Suðurnes

Norwegian bætir í: Sjö ferðir á viku til Kanarí

Flug­fé­lagið Norweg­i­an ætl­ar að hefja áætl­un­ar­flug milli Íslands og Las Palmas og Teneri­fe í haust.

Í til­kynn­ingu frá flug­fé­lag­inu kem­ur fram að  30. októ­ber mun Norweg­i­an fljúga tvisvar í viku, á miðviku­dög­um og laug­ar­dög­um, til Las Palmas á Kana­ríeyj­um. Frá 27. októ­ber mun Norweg­i­an fljúga fimm sinn­um í viku milli Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og Teneri­fe. Flogið verður á mánu­dög­um, þriðju­dög­um, fimmtu­dög­um, laug­ar­dög­um og sunnu­dög­um.

Til stend­ur að fljúga á báðum þess­um flug­leiðum út árið. Norweg­i­an hóf áætl­un­ar­flug milli Íslands og Spán­ar á ár­inu 2016.

Haft er eft­ir aðstoðarfor­stjóra Norweg­i­an, Magn­us Thome Maur­sund, að með því að bæta við þess­um tveim­ur flug­leiðum milli Íslands og Spán­ar sé flug­fé­lagið með leiðandi stöðu á flug­ferðum milli Íslands og Spán­ar.