sudurnes.net
Norðurljósaatvik lögreglunnar á Suðurnesjum rataði í heimsfréttirnar - Local Sudurnes
Breska dag­blaðið In­depend­ent birti grein um af­skipti lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um af er­lend­um ferðamönn­um sem áttu í erfiðleikum með að halda einbeitningu við akstur bifreiða þegar athyglin beindist að norðurljósum. Lögreglan greindi frá þessu í tilkynningu, sem meðal annars var birt á Suðurnes.net, á föstudag, en þar sagði af tveimur hópum erlendra ferðamanna sem lögregla hafði afskipti af með stuttu millibili vegna svona mála og lögregla grunaði um ölvun við akstur. „Ölvun reynd­ist þó ekki vera ástæða þessa held­ur tjáði hann lög­reglu­mönn­um að hann hefði skyndi­lega orðið var við norður­ljós og ekki tímt að taka af þeim aug­un þótt akstr­in­um héldi hann áfram. Hon­um var bent á að stöðva bif­reiðina á ör­ugg­um stað ef hann ætlaði að halda áfram að horfa upp í him­in­geim­inn,“ sagði í til­kynn­ingu lög­reglu á föstudag. Fréttina frá því á föstudag má finna hér. Hér má svo finna frétt Independent af málinu. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkNýjar reglur um styrki vegna íþróttaafrekaÖrvar fer á kostum sem Rednecktrukkarinn Timmy – Myndband!Kortleggja dreifingu ferðamanna – Reykjanesið fær lökustu einkunnÖkumenn tóku norðurljósin fram yfir öryggi í umferðinniMygla í Holtaskóla – Enn kennsla í heilsuspillandi húsnæðinuJarðskjálftar finnast á Reykjanesi – Náið fylgst með framvindu málaTilkynning frá [...]