sudurnes.net
Norðurheimskautadeild bandaríska sjóhersins mun hafa aðsetur í Keflavík - Local Sudurnes
Allt bendir til að starfsemi Bandaríkjahers muni verða mun umfangsmeiri hér á landi en ráð er fyrir gert, en auk flughersins mun standa til að norðurheimskautsdeild sjóhersins muni hafa aðsetur á Íslandi. Viðræður vegna þessa eru í gangi á milli fulltrúa bandaríska og íslenskra yfirvalda, bandaríska utanríkisráðuneytið staðfesti þetta í svari við fyrirspurn Local Suðurnes, rétt er að taka fram að ekki hefur náðst samband við utanríkisráherra Íslands og ráðuneytið hefur ekki staðfest þetta þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Norðurheimskautsdeild hersins sér, eins og nafnið gefur til kynna, um að gæta öryggis og hagsmuna bandaríkjamanna á norðurhveli jarðar. Miklar pólitískar deilur standa nú yfir á milli nokkura þjóða um yfirráð yfir þeim heimshluta, en Danmörk, Kína og Rússland eru á meðal þeirra þjóða sem telja sig hafa yfiráðarétt yfir svæðinu og þar með nýtingu þeirra auðlinda sem þar er að finna – Rannsóknir síðustu ára sýna að mikið magn olíu og málma leynist undir ísnum og því til mikils að vinna fyrir þá þjóð sem fær nýtingarréttinn. Bandaríski flugherinn mun hafa aðstöðu á Keflavíkurflugvelli og sjóherinn mögulega í Helguvík Í svari bandaríska utanríkisráðuneytisins til Local Suðurnes kemur fram að til standi að einn af 11 ísbrjótum bandaríska hersins muni hafa viðveru á Íslandi [...]