Nýjast á Local Suðurnes

Nokkuð um umferðaróhöpp – Rútu ekið utan í krana

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Nokkur umferðaróhöpp hafa orðið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum það sem af er vikunni en engin alvarleg slys á fólki.  Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að stórri rútu hafi verið ekið utan í krana á dráttarbifreið á Grindavíkurvegi þar sem verið var að aðstoða ökumann með bilaðan bíl. Ökumaður rútunnar nam ekki staðar heldur stakk af, að sögn lögreglu.

Þá urðu tvö umferðaróhöpp í morgun. Annað átti sér stað á Garðvegi þar sem bifreið rann út af veginum og festist. Hitt var á Reykjanesbraut og var það minni háttar