sudurnes.net
Nokkrir teknir undir áhrifum fíkniefna og áfengis - Local Sudurnes
Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af um helgina vegna gruns um ölvunarakstur viðurkenndi að hafa neytt áfengis áður en að hann settist undir stýri. Jafnframt kom í ljós að hann hafði verið sviptur ökuréttindum ævilangt og var þetta í það minnsta í þriðja skipti sem hann hafði verið stöðvaður frá því að hann var sviptur. Annar ökumaður sem tekinn var fyrir hraðakstur reyndist einnig undir áhrifum fíkniefna að því er sýnatökur á lögreglustöð sýndu. Einn ökumaður til viðbótar var tekinn úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur og annar ók sviptur ökuréttindum. Meira frá SuðurnesjumÞök líkleg til að fjúka í Reykjanesbæ og GrindavíkHeimavellir hækka leigu á Ásbrú – Eiga yfir 700 íbúðir á SuðurnesjumTekinn með eitt mesta magn kókaíns sem fundist hefur – Verðmætið á annan tug milljónaKrefja BaseParking um 5 milljónir króna – Myndavélaeftirlit staðfestir brot á notkunarskilmálumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkUmhyggjugangan styrkir Ólavíu MargrétiLöggupyngjan þyngdist um helginaHoverboard og lukkutröll í aðalhlutverki í ótrúlegri troðslu Aaron Gordon – Myndband!Njarðvíkingar bera ekki fjárhagslegan skaða af meiðslum BonneauMeð ónýtar og óskráðar kerrur í eftirdragi