sudurnes.net
Nokkrir teknir með fíkniefni - Fóru misjafnar leiðir við að fela efnin - Local Sudurnes
Fíkniefni fundust við húsleit sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í íbúðarhúsnæði í umdæminu í fyrrinótt. Þau fundust á baðherbergi og játaði húsráðandi að hann ætti efnin. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Þá komu upp nokkur vörslumál til viðbótar þar sem smáskammtar af efnum fundust hjá ökumönnum eða farþegum í bifreiðum sem stöðvaðar voru við hefðbundið eftirlit. Fóru menn misjafnar leiðir til að reyna að fela fíkniefnin fyrir lögreglu. Til dæmis hafði einn, sem færður var á lögreglustöð, komið kannabisefnum fyrir milli fóta sér. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-500. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Meira frá SuðurnesjumFaldi fíkniefni milli fóta sér – Grunuð um dreifingu og söluÁsmundur Friðriksson: Mun gera betur í framtíðinniNokkuð um að foreldrar noti ekki tilskilinn öryggisbúnað við akstur með börnMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnÍbúðalána­sjóður fagn­ar fram­taki áhugahóps um stofnun húsnæðissamvinnufélagsBýðst til að flytja bóluefni landshluta á milli fríttKrabbamein vegna lifnaðarhátta tíðari á Suðurnesjum – Fá tilfelli vegna mengunarMun meiri aukning ferðamanna en spár Isavia gerðu ráð fyrirUmsækjendur um alþjóðlega vernd óska eftir fjárstuðningiSuðurnesjaliðin geta komist upp [...]