Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkursigur í grannaslag – Hræðslutaktík Þróttara klikkaði

Njarðvíkingar lögðu Þrótt Vogum að velli í hörku grannaslag í Vogum í kvöld.

Þróttarar leiddu í hálfleik með marki frá Júlíusi Óla Stefánssyni en Kennteh Hogg og Marc Mcausland sneru taflinu við fyrir Njarðvíkinga með mörkum um miðbik seinni hálfleiks. Hubert Kotus jafnaði leikinn fyrir Þróttara á 74. mínútu en Kenneth bætti við öðru marki sínu á 78. mínútu og reyndist það sigurmark leiksins.

Þróttar reyndu sitt besta til að koma Njarðvíkingum úr jafnvægi fyrir leikinn með því að nýta sér samfélagsmiðilinn Twitter til að koma þeim skilaboðum áleiðis að fyrrum varnarjaxlinn og núverandi þjálfari Þróttar, Hermann Hreiðarsson, myndi þannig koma við sögu innan vallar. Það grín virkaði þó ekki á spræka Njarðvíkinga.