Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar afla fjár með pílukasti og steikarkvöldi

Árlegt Steikarkvöld knattspyrnudeildar Njarðvíkur verður haldið föstudaginn 6. mars næstkomandi í Karlakórshúsinu við Vesturbraut.

Viðburðurinn í ár verður undir dyggri stjórn Hjörvars Hafliðasonar eða Dr. Football Auk þesssem Ingó Veðurguð mætir með gítarinn.

Miðasala er í fullum gangi en samkvæmt tilkynningu á vef Njarðvíkur er farið að síga á seinni hluta þess fjölda miða sem í boði eru. Hægt er að tryggja sér miða með því að senda tölvupóst á njardvikfc@umfn.is.

Þetta mun þó ekki vera eina fjáröflun fótboltamanna úr Njarðvík því styrktarmót í pílukasti verður haldið laugardaginn 29. febrúar klukkan 16:30. Það mót fer fram á Keilisbraut 755, en spilaður verður 301 einmenningur og verða verðlaun veitt fyrir 1. – 4. sæti.

Mótið, sem er fjáröflun fyrir æfingaferð meistaraflokks félagsins, hentar bæði fyrir nýliða sem og lengra komna og er þátttökugjald litlar 3000 krónur.

Þá segir í tilkynningu að gott sé að hafa pílurnar með fyrir þá sem eiga pílur en annars er hægt að kaupa pílur á staðnum

Skráning á mótið er í síma 7704040 Gylfi eða gylfi@bilautsalan.is og svo á staðnum til klukkan 16:00. Njarðvíkingar vonast til að sjá sem flesta enda eru allir velkomnir á viðburðinn.