sudurnes.net
Njarðvík sektað vegna ummæla þjálfara - Local Sudurnes
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum í dag að sekta knattspyrnudeild Njarðvíkur um kr. 50.000,- vegna opinberra ummæla þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu. Ummælin, sem sjá má í heild hér fyrir neðan, lét þjálfarinn falla í hlaðvarpsþætti. “Þetta er 100% tveggja leikja bann. […] Ég mun brenna Laugardalinn persónulega sjálfur ef hann fær ekki tveggja leikja bann, það er bara þannig. Mér er alveg sama, mér er alveg sama, málið er það að Framararnir, ég er náttúrulega gamall Framari, þá bara fer ég með þeim í það. Að sjálfsögðu er þetta tveggja leikja bann.“ Í þættinum var verið að ræða rautt spjald sem Beitir Ólafsson markvörður KR hafði fengið gegn Fylki. Skömmu áður hafði leikmaður Njarðvíkur fengið tveggja leikja bann fyrir olnbogaskot. Beitir fékk að lokum eins leiks bann frá KSÍ. Meira frá SuðurnesjumÞorvaldur hættur hjá KeflavíkRafael til NjarðvíkurBrynjar Atli og Ísak Óli fara á NM U17 ára í knattspyrnuSverrir Þór hættir og fjórir öflugir framlengja hjá KeflavíkMæður landsliðsmanna í aðalhlutverki í “gæsahúðaauglýsingu” Dominos – Myndband!Á fimmta tug krakka taka þátt í hæfileikamótun KSÍ á SuðurnesjumTveggja leikja bann byggt á myndbandsupptöku40 milljónir króna frá KSÍ til Suðurnesja vegna EMEnn bætir Már Íslandsmet – Keppir til úrslita í 100 [...]