Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík gert að greiða umboðsmanni en ekki leikmanni

Gerðardómur FIBA dæmdi fyrir skömmu síðan í máli fyrrum leikmanns Njarðvíkur í körfuknattleik, Evaldas Zabas, vegna launamála og á sama tíma í máli umboðsmanns leikmannsins gegn félaginu, en sá taldi félagið skulda greiðslu vegna umboðsgjalda.

Frá þessu er greint á vinsælasta körfuboltavef landsins, karfan.is. þar segir að Njarðvík sé gert að greiða ógreidd umboðsgjöld með vöxtum til umboðsmanns Zabas en að Zabas sjálfur eigi ekki rétt á frekari launum frá félaginu.

Dóminn má nálgast hér