Nýjast á Local Suðurnes

Nítján teknir á of miklum hraða

Mynd: Lögreglan á Suðurnesjum

Lög­regl­an á Suður­nesj­um hef­ur á síðustu dög­um kært nítj­án öku­menn fyr­ir of hraðan akst­ur. Sá sem hraðast ók mæld­ist á 143 km hraða þar sem há­marks­hraði er 90 km á klukku­stund. Einn þess­ara öku­manna, sem mæld­ist á 115 km hraða var grunaður um ölv­unar­akst­ur, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni.

Ann­ar sem mæld­ist á 121 km hraða var einnig grunaður um ölv­unar­akst­ur og var hann jafn­framt með út­runn­in öku­rétt­indi. Þá voru nokkr­ir öku­menn tekn­ir úr um­ferð vegna gruns um að þeir ækju und­ir áhrif­um fíkni­efna. Einn þeirra var með meint kanna­bis í fór­um sín­um. Ann­ar var ekki með gild öku­rétt­indi.