Nýjast á Local Suðurnes

Neyðarfundur í dag vegna atvinnuástands á Suðurnesjum

Neyðarfundur bæjarstjóra á Suðurnesjum, þingmanna og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum verður haldinn klukkan tvö í dag. Áður hafði verið áætlað að halda fundinn á mánudag en honum var flýtt.
Á fundinum verður rætt um þá stöðu sem komin er upp eftir gjaldþrot Wow air og uppsagnir á svæðinu undanfarinn sólarhring. Um ellefu hundruð manns störfuðu hjá flugfélaginu þegar það varð gjaldþrota en talið er að þegar afleidd störf eru tekin með þá megi rekja fimmtán hundruð uppsagnir til gjaldþrotsins.