sudurnes.net
Nettó segir skilið við Aha og opnar eigin netverslun - Local Sudurnes
Nettó hefur hætt samstarfi við Aha.is og sett eigin net­verslun, netto.is í loftið. Verslunin hefur haldið úti net­verslun síðast­liðin fimm ár í sam­starfi við Aha.is en nú verður reksturinn al­farið í höndum Nettó. Nýju net­versluninni er ætlað að mæta auknum kröfum við­skipta­vina á netinu, en um­fang net­verslunar Nettó hefur marg­faldast frá því að hún var opnuð í septem­ber 2017, segir í tilkynningu. Helstu breytingarnar sem not­endur munu taka eftir snúa að við­móti auk þess sem nú er komin tenging við Sam­kaupa-appið. Tengingin skilar við­skipta­vinum 2% af­slætti af matar­körfunni, hvort sem verslað er í vef­verslun eða í gegnum appið. Þá segir í til­kynningunni að appið hafi slegið í gegn á skömmum tíma meðal neyt­enda og sé orðið að einu stærsta vildar­kerfi á landinu, með hátt í 50 þúsund not­endur. Meira frá SuðurnesjumSorpeyðingarstöð Suðurnesja kannar möguleika á sameiningu við SorpuMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkAfturköllun starfsleyfis Thorsil – Fjárfestar vilja ekki skuldbinda sig fyrr en leyfi er í höfnÁrsreikningar Reykjanesbæjar finnast ekki – “Eru sennilega til einhvers staðar”Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð SuðurnesjaLeggja 7 milljarða í stækkun gagnaversSamfélagið nýtur góðs af starfsemi KísilveraEina tilboðið í stálsmíði í FLE 50 milljónum króna yfir kostnaðaráætlunAfkoma Isavia í takt við áætlanir – Heildarafkoman jákvæð [...]