sudurnes.net
Nettó nálgast Krónuna í verðum á matvöru - Local Sudurnes
Verðbilið milli matarkörfunnar í Krónunni og Nettó hefur dregist verulega saman á tímabilinu frá ágúst til október samkvæmt verðkönnunum Veritabus, sem kannar verð í Krónunni, Nettó, Hagkaupum og Heimkaupum reglulega. Samkvæmt könnunum fyrirtækisins hefur matarkarfan lækkað um 3,3 prósent í Nettó á þessu tímabili, á meðan verð hefur almennt hækkað um 0,8%. Verð matarkörfunnar er hæst í Heimkaupum og eykst munurinn milli Heimkaupa og annarra verslana í könnuninni frá ágúst til október. Veritabus kannaði 96 vöruliði, sem til voru í öllum verslununum. Könnunin fór fram í síðustu viku og var gerð á netinu. Væru vörur ekki til á netinu var verð í verslununum kannað. Verð eru ekki könnuð í Bónus þar sem sú verslunarkeðja býður ekki upp á verslun á netinu. Meira frá SuðurnesjumMikil bæting hjá Elvari Má – Kláruðu árið með risasigriGríðarlegur tekjusamdráttur á KEFMikil fækkun á atvinnuleysisskrá á milli áraReykjanesbær stendur fjárhagslega verst – Skuldir á hvern íbúa 3,6 milljónir króna33% verslana á Suðurnesjum seldu börnum tóbakMinna um útstrikanir í Suðurkjördæmi en áður – Mest hjá SjálfstæðisflokknumFisktækniskólinn fékk Erasmus styrkÍbúar vilja ekki fjarskiptamastur við VíkurbrautRáðherra úthlutaði 96 milljónum króna – 200 þúsund krónur til SuðurnesjaFjöldi smáskjálfta á Reykjanesi