Nýjast á Local Suðurnes

Nettó eina verslunin sem lækkar verð á milli kannana

Neytendavak Skuldlaus.is fór  með innkaupalista í allar fjórar lágvöruverðsverslanirnar í Reykjanesbæ og kannaði þar verð á 14 algengum vörutegundum. Litlar breytingar eru síðan fyrir áramót en almennt eru hækkanir sýnilegar á matvöruverði. Mjólk hefur til að mynda hækkað um  6 til 7 krónur líterinn og einnig hefur Cheerios morgunkornið hækkað í verði.

Þegar bornar eru saman sömu vörur og í fyrri könnun er matarkarfan í Nettó sú eina sem lækkar í verði eða um tæpt eitt prósent. Í öllum hinum verslununum hækkar verðið á matarkörfunni. Krónan hækkar um rúm 2 prósent og Kaskó um tæp 2 prósent. Athygli vekur að Bónus hækkar í annað sinn verð á körfunni um rúm 3 prósent, en sama hækkun var einnig hjá Bónus milli verðkannana síðastliðið haust.

verðkonnun-mars-2016-rnb

Athygli er vakin á að þessi samsetning á innkaupum er aðeins til viðmiðunar um þróun vöruverðs á ákveðnum vörum. Innkaup heimila eru mismunandi og því nauðsynlegt að gera sína eigin verðkönnun. Nánari upplýsingar um könnunina og framkvæmd hennar er að finna á vef neytendavaktar Skuldlaus.is