sudurnes.net
Nesvegur í sundur og alveg ófær - Myndir! - Local Sudurnes
Nesvegur vestan Grindavíkur til móts við golfvöllinn er í sundur og er alveg ófær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Allir vegir til Grindavíkur eru lokaðir og umferð um þá bönnuð. Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa fengið undanþágu til að nota Nesveg og hafa nýtt hann til sinna starfa. Nú er ljóst að það gengur ekki fyrr en gert hefur verið við veginn. Hann er mjög illa farinn og ljóst að viðgerð yrði nokkuð umfangsmikil. Farið verður í hana ef heimild fæst frá almannavörnum. Ástand vegarins hefur farið síversnandi dag frá degi. Myndir: Vegagerðin Meira frá SuðurnesjumSvona liti fisksölustaður út ef innviðagjald væri innheimt í Reykjanesbæ – Myndir!Rekstur loftvarnakerfisins og mannvirkja NATO í myndumHeimilt að auglýsa breytt deiliskipulag fyrir FitjarLeggja til að þróunarsvæði á Ásbrú verði boðið útKallaðir út en þurftu ekki að taka á honum stóra sínumKynna viðbragðsáætlun við einelti í grunnskólumHluti Grindavíkur án rafmagns í nóttSeinkun á skólastarfi vegna óveðursSara GK komin á flot – Sjáðu myndirnar!Tvö umferðarslys á Reykjanesbraut