sudurnes.net
Nemendur í tölvuleikjagerð hanna tölvuleiki í samstarfi við Isavia - Local Sudurnes
Nemendur á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð við Menntaskólann á Ásbrú vinna um þessar mundir að samstarfsverkefni með Isavia. Munu þeir hanna og gera tölvuleiki fyrir yngstu kynslóð farþega sem getur spilað þá á meðan bið stendur á Keflavíkurflugvelli. Í vinnuferlinu munu nemendur kynna hugmyndir sínar fyrir fulltrúum Isavia ásamt því að rýna í vinnuferli eftir leiðbeiningum kennara sinna. Verkefnið er hluti af tölvuleikjagerðaráfanga annarinnar, en sérstök áhersla er lögð á samstarf við aðila úr atvinnulífinu í sérhæfingu nemenda við Menntaskólann á Ásbrú. Upphaflega stóð til að nemendur myndu fá ítarlega kynningu á samstarfsverkefninu eftir heimsókn til Isavia í byrjun apríl. Kynningarferlið verður þó endurskoðað m.t.t. hvaða möguleikar eru í stöðunni vegna aðgerða í kjölfar heimsfaraldursins sem nú geysar og snertir líf allra landsmanna. „Við Menntaskólann á Ásbrú starfa afar nútímalega þenkjandi kennarar, sem voru fljótir að aðlaga og gera breytingar á sínum áföngum þegar ljóst var í hvað stefndi hjá yfirvöldum. Nemendur okkar hafa ekki misst úr svo mikið sem eina sekúndu í sínu námi og við erum þó ég segi sjálf frá ansi lausnamiðuð gagnvart þeim málum sem koma upp. Nú er bara í stöðunni að skoða það með Isavia hvernig nemendur fá að kynnast starfseminni og fá tilfinningu fyrir [...]