sudurnes.net
Neita fyrir yfirboð á leigu - "Öllum leigjendum boðið annað húsnæði" - Local Sudurnes
Vinnumálastofnun hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar undanfarna daga varðandi leigumál á Suðurnesjum, en fullyrt er að stofnunin yfirbjóði leigu á svæðinu með þeim afleiðingum að fólk þurfi að flytja úr íbúðum sínum svo hægt sé að koma hælisleitendum fyrir í húsnæði. Í yfirlýsingunni, sem finna má í heild hér fyrir neðan, segir meðal annars að staðhæfingar um yfirboð á leigu eigi ekki við rök að styðjast og að því fólki sem ekki fái endurnýjun á leigusamningum verði boðið annað húsnæði. Yfirlýsing Vinnumálastofnunar: Í fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga hefur meðal annars komið fram að Vinnumálastofnun hafi yfirboðið leiguíbúðir í Reykjanesbæ í því skyni að nýta þær sem búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í ljósi þess vill Vinnumálastofnun koma eftirfarandi á framfæri: Vinnumálastofnun er meðvituð um þann fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem stofnunin veitir þjónustu í Reykjanesbæ og það álag sem fjöldinn hefur í för með sér á innviði sveitarfélagsins. Vegna þessa hefur stofnunin ásamt öðrum aðilum átt í góðu og nánu samstarfi við Reykjanesbæ þar sem meðal annars er verið að leggja mat á þær áskoranir sem upp hafa komið auk þess sem unnið er að lausnum. Hvað varðar leigu á búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur [...]