Nýjast á Local Suðurnes

Nauðsynlegt að verksmiðja USi sé í gangi á meðan úttekt fer fram

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Fulltrúar frá Umhverfisstofnun og landlækni mættu á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar í morgun til að ræða mengun frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Bæjarráð hafði óskað eftir fundinum vegna mengunar sem talin er koma frá verksmiðjunni.

Fulltrúar Umhverfisstofnunar gerðu grein fyrir málinu og niðurstöðu bréfs með ákvörðun stofnunarinnar frá 13. mars 2017 um verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðju United Silicon. Gerð var grein fyrir niðurstöðu fundar samstarfsnefndar um sóttvarnir um að styrkur arsens í nágrenni kísilverksmiðjunnar í Helguvík sé langt undir þeim mörkum sem talin eru valda bráðum alvarlegum heilsuspillandi áhrifum. .

Þá kom fram á fundinum að Umhverfisstofnun sé við það að fara að ráðast í verkfræðilega úttekt á verksmiðjunni og telur nauðsynlegt að verksmiðjan þurfi að vera í gangi á meðan sú úttekt á sér stað.