Nýjast á Local Suðurnes

Nanna Bryndís keppir við Björk um Íslensku tónlistarverðlaunin

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2015 voru kynntar í Gamla Bíó á föstudagskvöldið og það þarf ekki að koma mörgum á óvart að hljómsveitin Of Monsters And Men er tilnefnd til þriggja verðlauna, auk þess sem söngkona hljómsveitarinnar, Nanna Bryndís er tilnefnd sem söngkona ársins.

Hljómsveitin er tilnefnd til verðlauna fyrir plötu ársins, fyrir lag ársins og sem flytjandi ársins – Í flokkunum “lag ársins” og “plata ársins” mun hljómsveitin meðal annars etja kappi við stórsöngkonuna Björk Guðmundsdóttur um verðlaunin, en það mun söngkona hljómsveitarinnar, Nanna Bryndís einnig gera í flokknum söngkona ársins.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent þann 4. mars næstkomandi.