Nýjast á Local Suðurnes

Nær öllu flugi aflýst frá KEF

Myndin tengist fréttinni ekki

Öllum brottförum, sem fara átti seinni part dags og í kvöld frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst fyrir utan tvær, en eitt flug easyJet til Edinborgar og flug Wizz air til Gdansk eru enn á áætlun.

Tilkynningu Isavia vegna flugs í dag og á morgun má finna hér fyrir neðan:

Vegna veðurs má búast við röskunum á flugi þriðjudaginn 10. desember og fram til miðvikudagsins 11. desember. Fylgist með uppfærslum á flugtímum hér á síðunni eða fáið flugtilkynningar með Messenger eða Twitter. Frekari upplýsingar má nálgast hjá flugfélögunum. Rétt er að benda á Reykjanesbraut verður mögulega lokað frá hádegi á þriðjudag til hádegis á miðvikudag. Nánari upplýsingar má finna hér.

Viðbrögð vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli

Isavia, sem rekur Keflavíkurflugvöll, vinnur eftir reglum um aðgerðir og viðbrögð þegar óveðursástand skapast á flugvellinum. Þessar reglur eru grundvallaðar á því að tryggja öryggi farþega og er það ávallt sett í fyrsta sæti í þeim aðstæðum. Þegar slæmar veðuraðstæður verða á Keflavíkurflugvelli er í ákveðnum tilfellum nauðsynlegt að takmarka notkun á landgöngubrúm þannig að hægt sé að forðast slys á fólki og því til viðbótar koma í veg fyrir skemmdir á tækjum og búnaði.

  • Ef vindhviður fara yfir 50 hnúta (tæpir 26 m/s) eru allar landgöngubrýr teknar úr notkun af öryggisástæðum þ.e. til að tryggja öryggi farþega og koma í veg fyrir slys á fólki
  • Afgreiðsla loftfars er á ábyrgð flugrekanda og flugafgreiðsluaðila og er notkun stigabíla á hendi þessara aðila

Lendi loftfar við þær aðstæður að ekki er heimilt að nota landgöngubrýr skal flugvél bíða á vellinum þar til vindstyrkur fer niður fyrir viðmiðunarmörk.