Nýjast á Local Suðurnes

Munu styðja við íþróttafélögin eftir fremsta megni

 Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjarheitir heitir íþróttafélögum í sveitarfélaginu samvinnu og stuðningi bæjarfélagsins eftir fremsta megni, en Covid-faraldurinn hefur leikið fjárhag félaganna grátt.

Málin voru rædd á síðasta fundi ráðsins og voru framkvæmdastjórar, formenn og gjaldkerar félaganna þátttakendur í umræðum.

Menn voru sammála um að mikilvægt væri að íþróttahreyfingin geti haldið áfram öflugum rekstri og sinnt iðkendum á eðlilegan máta. ÍT ráð leggur mikla áherslu á að þekking og reynsla þjálfara og starfsfólks innan hreyfingarinnar verði varin og störf þeirra tapist ekki. ÍT ráð leggur áherslu á að félögin sæki um þá styrki sem nú eru í boði af hálfu stjórnvalda áherslu á að félögin sæki um þá styrki sem nú eru í boði af hálfu stjórnvalda.