sudurnes.net
Mun meiri aukning ferðamanna en spár Isavia gerðu ráð fyrir - Local Sudurnes
Ekkert lát er á fjölgun farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll og miðað við breytingar á flugáætlunum 2016 hjá þeim flugfélögum sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli þá lítur út fyrir að enn fleiri farþegar muni fara um flugvöllinn en farþegaspá Isavia, sem gefin var út í nóvember 2015, gerði ráð fyrir. Lokaskil flugáætlana flugfélaga var 31. janúar síðastliðinn og gefa þau endanlega mynd af því hvernig áætlanir þeirra líta út. Uppfærð spá gerir ráð fyrir að fjöldi farþega um Keflavíkurflugvöll árið 2016 verði 6,66 milljónir en fyrri spá gerði ráð fyrir um 6,25 milljón farþegum. Farþegar voru 4,86 milljónir árið 2015 og því er gert ráð fyrir 37% aukningu á milli ára. Þá gerði farþegaspáin sem kynnt var í nóvember á síðasta ári ráð fyrir því að fjöldi erlendra ferðamanna sem koma til landsins á árinu 2016 yrði rúmlega 1,5 milljónir, en nú er útlit fyrir að þeir verði rúmlega 1,7 milljónir. Heildartala farþega um flugvöllinn skiptist í komufarþega, brottfararfarþega og skiptifarþega og er skiptingin nokkuð jöfn eða rúmar 2,2 milljónir farþega í hverjum flokki. Isavia hefur gripið til ýmissa ráðstafana til að anna aukinni umferð. Starfsfólki hefur verið fjölgað meira en áður var stefnt að og verið er að [...]