sudurnes.net
Mun hafa mjög mikil áhrif á daglegt líf íbúa á Reykjanesi - Local Sudurnes
Næsta vika mun taka á samtakamátt og samheldni íbúa á Reykjanesi eftir að ljóst varð að heitt vatn muni ekki berast um veitukerfi næstu daga, eftir að heitavatnslögm brast. Almannavarnir hafa sent frá sér tilkynningu sem sjá má hér fyrir neðan: Seint í kvöld eða um kl. 22:30 kom í ljós að hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni þar með er ljóst að lögning ber ekki heitt vatn lengur til Reykjanesbæjar. Væntanlega laskaðist lögnin við hraunrennslið í gærmorgun og seint í kvöld, þegar aukið var við vatnsdælingu, virðist hún hafa brostið endanlega. Staðsetningin er undir miðju hrauni, á þeim kafla þar sem það er þykkast, og því útilokað að ráðast í viðgerðir þar. Þegar er hafinn undirbúningur að lagningu nýrrar lagnar en ljóst er að sú framkvæmd mun taka einhverja daga. Ekki er hægt að áætla nákvæmari tímasetningar á þessari stundu. Afleiðingar af eldgosinu sem hófst um sexleytið í gærmorgun er að sýna sig að verða verulegar og mun hafa mjög mikil áhrif á daglegt líf íbúa á Reykjanesi næstu dagana. Því er óhætt að segja að næsta vika mun taka á samtakamátt og samheldni íbúa. Það er ljóst að næstu dagar og nætur geta því orðið [...]