Nýjast á Local Suðurnes

Mun færri þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ

Töluverð fækkun varð á fjölda þeirra sem þáðu fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, sé miðað við desembermánuði áranna 2015 og 2016. Reykjanesbær greiddi í desember 2016 9.780.579,- krónur í framfærslustyrk til 87 einstaklinga eða fjölskyldna. Árið 2015 voru í sama mánuði greiddar kr. 15.474.191,- til framfærslu 131 einstaklinga eða fjölskyldna. Þetta kemur fram í fundargerð Velferðaráðs sveitarfélagsins.

Á milli nóvember og desember var talsverð fækkun umsækjenda milli mánaða en 23 einstaklingar/fjölskyldur sem þáðu framfærslustyrk í nóvember endurnýjuðu ekki umsókn sína, 10 nýjar umsóknir samþykktar á móti.