Nýjast á Local Suðurnes

Mótmæla breyttu deiliskipulagi við Hafnargötu 12

Hrífufang ehf., eigandi húseignarinnar og lóðarinnar við Hafnargötu 12 hefur óskað eftir að fá deiliskipulagi við lóðina til byggingar á 77 íbúða í þriggja hæða fjölbýlishúsi með bílakjallara á lóðinni.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar tók málið fyrir á fundi sínum í október á síðasta ári og veitti Hrífufangi heimild til að gera tillögu að breytingu á gildandi deiluskipulagi á sinn kostnað og leggja fyrir ráðið til frekari umfjöllunar. Ráðið lagðist þó gegn því að byggingar á lóðinni verði hærri en þrjár hæðir. Fyrirtækið hélt svo kynningarfund á dögunum, þar sem fyrirhugaðar breytingar voru kynntar.
Ljóst er að ekki eru allir sáttir við tillögur fyrirtækisins, en Suðurnes.net stóð fyrir könnun undir lok síðasta árs, þar sem 61% þátttakenda voru mótfallnir breytingunum. Nú hefur verið sett í gang undirskriftasöfnun vegna málsins, þar sem forsvarsmenn söfnunarinnar telja að að þessi tillaga muni umbylta elsta bæjarhluta Keflavíkur og hafa þannig neikvæð áhrif á svipmót og ógni sérstæðum byggingar- og menningararfi bæjarins.
hafnarg12