Nýjast á Local Suðurnes

Mögulegt að gæludýr verði leyfð í strætó

Mögu­legt er að gælu­dýra­eig­endendur fái að taka dýr­in með í strætó í nánustu framtíð, en starfs­hóp­ur á vegum Strætó bs. skoðaði þetta mál og komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að fyrirtækið myndi bjóða upp á þessa þjónustu við gæludýraeigendur. Fyrirtækið sér um akstur á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem boðið er upp á strætóferðir á milli nokkura þéttbýliskjarna á landsbyggðinni, þar á meðal á milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar.

Fram­kvæmda­stjóri Strætó bs., sagði í samtali við mbl.is að fyrirtækið gæti hæg­lega tekið við gælu­dýr­um í vagn­ana, en að málið snérist hins veg­ar um reglu­gerðarbreyt­ingu og verði af henni þá er það í hönd­um stjórn­ar Strætó að ákveða hvort gælu­dýr­um verði leyft að ferðst í vögn­um á vegum fyrirtækisins.

Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfissviði Reykjanesbæjar hefur málið ekki verið rætt, en það yrði þó líklega skoðað ef Strætó bs. myndi bjóða upp á þessa þjónustu.

Gælu­dýr eru leyfð í al­menn­ings­sam­göng­um í öll­um þeim lönd­um sem starfshópurinn skoðaði, til dæmis á Norður­lönd­unum, Þýska­landi og Bret­landi.