sudurnes.net
Mögulegt að fella ríkisstjórnina vegna HSS - Local Sudurnes
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi, segir þá þingmenn kjördæmisins sem búa á Suðurnesjum geta fellt ríkisstjórnina verði ekkert að gert í málefnum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Oddný sat aðalfund Öldungaráðs Suðurnesja um helgina, en þar var fjárskortur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja helsta mál á dagskrá. Fram kom á fundinum að ekki sé tekið tillit til mikillar fjölgunar íbúa eða samsetningu þeirra í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Það segir Oddný vera óásættanlegt í pistli á Facebook-síðu sinni. Þar segir hún einnig að 10 þingmenn Suðurkjördæmis búi á Suðurnesjum og að þar af séu sex stjórnarþingmenn. “Þau geta fellt ríkisstjórnina ef þeim sýnist svo. Þau verða að leggjast á árarnar með okkur hinum, sveitarstjórnarfólki og íbúum.” Segir Oddný, en pistil hennar má sjá hér fyrir neðan. Þá hefur töluverð ólga verið á meðal starfsfólks HSS vegna stjórnunarhátta nýs forstjóra stofnunarinnar, sem varð til þess að nokkur fjöldi starfsfólks skrifaði undir vantraustyfirlýsingu á störf forstjórans sem send var heilbrigðisráðuneytinu. Meira frá SuðurnesjumFlókin staða í Grindavík – Altjón á húsum en bílskúrar viðgerðarhæfirSjálfvirk landamærahlið á KeflavíkurflugvelliWOW-air býður frítt flug fyrir breska ríkisborgara sem vilja flytja til ÍslandsUmdeildur kennari ráðinn við StapaskólaBreyttir flugtímar á Keflavíkurflugvelli – Hvetja farþega til að mæta snemmaBaráttan um VS: Nær allir frambjóðendur [...]