Nýjast á Local Suðurnes

“Mjúk lending” þegar hópferðabifreið BUS4U hafnaði utan vegar

Rúta frá hópferðafyrirtækinu Bus4U hafnaði utan vegar undir Ingólfsfjalli rétt fyrir klukkan átta í morgun, en mikil hálka og slæmt veður var á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi var bílstjórinn einn í bílnum og slasaðist ekki.

Sævar Baldursson, framkvæmdarstjóri Bus4U, stærsta hóferðafyrirtækis á Suðurnesjum, sagði í spjalli við Suðurnes.net að rútan hafi verið á leið að sækja farþega í Grímsborgir og að bílstjórinn hafi “fengið mjúka lendingu.” Sævar á ekki von á að bifreiðin sé mikið skemmd.