sudurnes.net
Mjótt á munum í íbúakosningum - Fleiri íbúar hlynntir breytingum á deiliskipulagi - Local Sudurnes
Fleiri íbúar eru hlynntir breytingum á deiliskipulagi í Helguvík en þeir sem eru á móti, þótt mjótt sé á munum. Alls 471 íbúi eða 50.4% er hlynntur breytingunni og þar með uppbyggingu kísilvers Thorsil ehf. Við Berghólabraut en 451 eð 48,3% á móti. 12 skiluðu auðu sem gera 1,3%. Kosningum lauk kl. 02:00 í nótt og var kosningaþátttaka mjög dræm en 8,71% íbúa nýtti rétt sinn til að greiða atkvæði. Rafrænar íbúakosningar um breytingar á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar kísilvers í Helguvík hófust 24. nóvember sl. Tæplega 2800 íbúar höfðu fyrr á árinu skrifað undir áskorun til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ þess efnis að efnt yrði til íbúakosningar um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík. Einungis þriðjungur þess fjölda tók þátt í kosningunni. Þessi dræma kjörsókn þykir óheppileg þar sem rafrænar kosningar eru tæki sem Reykjanesbær hyggst nota í ríkari mæli í framtíðinni til eflingar íbúalýðræði og voru nýafstaðnar kosningar liður í því lærdómsferli, segir á heimasíðu Reykjanesbæjar. Meira frá SuðurnesjumFöstudagsÁrni – Evróvisíón- og snjómoksturspistill vikunnar“Merkilegt skref í þróun íbúalýðræðis,” segir bæjarstjóri ReykjanesbæjarÁrni Sigfússon á 300 bæjarstjórnarfundi að bakiVon á um 400 þátttakendum á landsmót í GrindavíkReykjanesbær veitir aðstoð við rafræn auðkenniReykjanesbær hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2022Boðið upp á kaffiveitingar á lokadegi nafnakosningar [...]