sudurnes.net
Misjöfn viðbrögð við úrræði Heimavalla - Íbúar ósáttir en formaður VR segir úrræðið fagnaðarefni - Local Sudurnes
Leigufélagið Heimavellir kynnti á dögunum úrræði fyrir þá leigjendur hjá félaginu sem lenda í erfiðleikum með að standa skil á greiðslu húsaleigu á næstu mánuðum vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar Covid 19 á efnahagslífið og samfélagið. Leigjendum hjá félaginu gefst kostur á að fresta hluta af leigugreiðslum um tíma að uppfylltum skilyrðum, en ekkert verður um niðurfellingar á leigugreiðslum, né verður afsláttur veittu samkvæmt tilkynningu á vef fyrirtækisins. Óhætt er að segja að viðbrögðin við þessu úrræði félagsins séu misjöfn, en á samfélagsmiðlum gefa íbúar á Ásbrú til að mynda lítið fyrir þetta. Einn íbúi segir þetta til að mynda ekki vera úrlausn, heldur leið til að dreifa vandanum og flestir taka í sama streng. Annar íbúi bendir á að eitthvað hafi verið um að önnur leigufélög hafi fellt niður leigu að hluta. „…Ættu að taka hitt til fyrirmyndar sem sýndi góðverk á þessum erfiðu tímum. Þeir fengu tækifæri til að skapa sér gott orð á þessum covid 19 tímum og kusu að gera það ekki! besta augl er alltaf að sýna samhug og stuðning þegar svona tímar blasa við…” Segir þátttakandi í umræðunum. Ragnar Ingólfsson, formaður VR og húsnæðisnefndar ASÍ, er þó afar ánægður með þá Heimavalla-menn, ef eitthvað er að marka [...]