sudurnes.net
Mikilvægar upplýsingar til íbúa á Suðurnesjum fyrir næsta sólarhring - Local Sudurnes
Köld nótt er fram undan hjá íbúum Suðurnesja, spáð er miklu frosti í nótt og því má búast við að kalt verði í húsum. Mörg eru búin að tryggja sér rafmagnshitara. Við minnum fólk á að nota þau raftæki sparlega, eftir þörfum og taki þar með tillit til annarra. Sum hafa orðið sér út um gashitara og minnum við á mikilvægi þess að hafa opna glugga þegar gas er notað. Þá er ekki síður mikilvægt að slökkva á öllu gasi áður en fólk fer að sofa og setja gaskútinn út fyrir dyr. Aldrei á að nota gas í lokuðu rými innanhúss og yfir nótt, mikilvægt er að lofta um rými þar sem gas er í notkun. Við viljum hvetja öll til þess að huga að nágrönnum sínum, það er ekki víst að öll hafi haft tækifæri til að verða sér úti um hitara eða skilji þær leiðbeiningar sem sendar hafa verið út í dag um takmörkun á notkun þeirra. Þannig við vilja Almannavarnir hvetja öll til að passa upp á nágranna sína. Álagið getur orðið þannig að heilu hverfin detti út og því er mikilvægt að íbúar standi saman. Almannavarnir vilja minna á að ástandið er tímabundið og mun vara að [...]