sudurnes.net
Mikil skjálftavirkni á Reykjanesi - Local Sudurnes
Mik­il jarðskjálfta­virkni hef­ur verið á Reykja­nes­hryggn­um undanfarnar klukkustundir og hafa átján þeirra verið af stærðinni 3 til 3,8 stig. Stærsti skjálft­inn var 4,5 að stærð og varð kl. 13:17. Tug­ir minni skjálfta hafa mælst og halda áfram að mæl­ast. Veður­stof­unni hafa borist til­kynn­ing­ar um að skjálft­arn­ir hafi fund­ist á Reykja­nesskaga, Höfuðborg­ar­svæðinu og á Akra­nesi. Síðast mæld­ust jarðskjálft­ar af svipaðri stærð á Reykja­nes­hrygg í júní 2018 og snörp jarðskjálfta­hrina varð á svipuðum slóðum í júní og júlí 2015 en þá mæld­ist stærsti skjálft­inn 5,0 að stærð og sjö skjálft­ar stærri en 4,0. Þá hefur verið greint frá því í íbúahópum Suðurnesjamanna á samfélagsmiðlum að skjálftar hafi fundist vel í Keflavík og Njarðvík. Meira frá SuðurnesjumJarðkjálfti að stærð 3,8 fannst víða á SuðurnesjumRúmlega 700 skjálftar það sem af er degi – Sá stærsti mældist 4,5Skjálftar í hrinunni eru orðnir yfir 100 talsins – Íbúar á Suðurnesjum finna enn skjálftaMikil fjölgun gesta í Sundlaug Grindavíkur – Lengja opnunartíma í veturNokkuð um vímuefnaakstur og árekstra á Suðurnesjum í vikunniFámennt en góðmennt í Jónsmessugöngu Grindavíkurbæjar og Bláa lónsinsFundu fyrir skjálfta í ReykjanesbæYfir 2000 skjálftarWhack sendur heim – Clinch Jr. snýr mögulega afturStálu dósum að andvirði allt að 50 þúsund krónum