sudurnes.net
Mikil fjölgun sjúkraflutninga á Suðurnesjum í takt við þróun á fjölgun ferðamanna - Local Sudurnes
Allt útlit er fyrir að sjúkraflutningum hjá Brunavörnum Suðurnesja fjölgi umtalsvert frá síðasta ári og ekki ólíklegt að þeir fari yfir 2.500. Árið 2015 var fjöldi flutninga 2.276 en eftir september á þessu ári var talan komin í 1.964. Nú þegar október mánuður er rétt rúmlega hálfnaður er fjöldinn kominn í 2091. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Brunavarna Suðurnesja, en þar á bæ tóku menn saman nokkra tölfræðiþætti til að bera saman fjölda og þróun síðustu ára og það sem vekur athygli er að fjöldi sjúkraflutninga úr Flugstöðinni hefur hækkað umtalsvert sem er eflaust í takt við þróun á fjölgun ferðamanna hingað til lands. Tölfræðina má sjá hér fyrir neðan. Meira frá SuðurnesjumLandshlutasamtök sveitarfélaga skora á ráðherra og alþingismennMorgunfundur Isavia – Þróun ferðaþjónustunnar í nánustu framtíðEiríkur Árni Sigtryggson valinn Listamaður Reykjanesbæjar 2018-2022Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli kynntu sér öryggisatriði F-15 flugvéla – Myndband!Ekki bólusett gegn mislingum á Suðurnesjum í biliHafa farið í 41 útkall á árinu – Þakklátir fyrir stuðninginnLoftrýmisgæslu ítalska hersins lokið – Myndband!Endurvekur handboltafélag í Reykjanesbæ – “Ótrúlegt að það sé ekkert starfandi handknattleiksfélag hér”200 bandarískir hermenn við æfingar hér á landiLíkur á að hátt í 700 kíló af fíkniefnum fari í gegnum KEF