sudurnes.net
Mikil fjölgun gesta í Sundlaug Grindavíkur - Lengja opnunartíma í vetur - Local Sudurnes
Aukinn opnunartími verður í Sundlaug Grindavíkur og Gymheilsu í vetur frá því sem verið hefur undanfarin ár en opið verður tveimur klukkustundum lengur bæði laugardag og sunnudag. Opið verður frá kl. 09:00-16:00 bæði laugardaga og sunnudaga. Virka daga verður áfram opið frá kl. 06:00-21:00, einnig á föstudögum (var áður þann dag til kl. 20:00). Í sumar var opnunartími sundlaugarinnar aukinn um tvo tíma á dag um helgar, eða frá kl. 09:00-18:00. Mæltist þetta ákaflega vel fyrir. Aðsókn í sundlaugina í sumar jókst mikið enda veður sérstaklega gott og sífellt fleiri nýta sér glæsilega líkamsræktaraðstöðu í íþróttamiðstöðinni. Í júní jókst aðsókn fullorðinna í sundlaugina um 57% á milli ára og í júlí um hvorki meira né minna en 70%. Aðsókn í ágúst hefur einnig verið mjög góð. Aðsókn eldri borgara og öryrkja jókst einnig mikið á milli ára, eða 90% í júní og 50% í júlí. Aðsókn barna í júní var aðeins minni á milli ára eða jókst um heil 30% í júlí. Meira frá SuðurnesjumLeita að rekstraraðila fyrir AðventusvelliðBjóða bæjarbúum að stíga sín fyrstu menningarlegu skrefSpinning til styrktar FjölskylduhjálpLengri opnunartími Sundmiðstöðvar Reykjanesbæjar – Frítt í sund á föstudagRokkað gegn ofbeldi – Stelpur rokka á Ásbrú helgina 21. – 24 júlíÞekktur [...]