sudurnes.net
Mikil fækkun gesta í Duus Safnhús eftir að innheimta aðgangseyris hófst - Local Sudurnes
Menningarfulltrúi Reykjanesbæjar lagði fram ársskýrslu Duus Safnhúsa fyrir árið 2016 á fundi Menningarráðs sem haldinn var í gær. Í ársskýrslunni kemur fram að gestum sem heimsækja söfnin fækkaði töluvert á milli ára, eftir að byrjað var að innheimta aðgangseyri að söfnunum. Reksturinn var með svipuðu sniði og áður nema að tekinn hafði verið upp aðgangseyrir í upphafi ársins. Gestum fækkaði um 38 %, úr 40.397 í 24.839 en þó var reynt að koma til móts við bæjarbúa með ókeypis aðgangi annað slagið t.d. á Ljósanótt og einnig með sölu menningarkorta. Fjöldi viðburða var haldinn í húsinu, tónleikar og fræðslufundir og 19 nýjar sýningar voru opnaðar á árinu. Upplýsingamiðstöð ferðamála er rekin í Duus Safnahúsum með styrk frá Markaðsstofu Reykjaness. Ráðið þakkar greinargóða skýrslu en leggur til að aðgangseyrir verði endurskoðaður. Meira frá SuðurnesjumAldrei meiri afgangur af reglubundnum rekstri hjá ReykjanesbæHækkanir til höfuðs VinnumálastofnunHS Veitur breyta útreikningi vatnsgjaldaTugir komust í gegnum landamæraeftirlit á fölsuðum skilríkjumLögregla herðir eftirlit vegna breytinga á sóttvarnaráðstöfunumStormur SH 333 sökk í NjarðvíkurhöfnVerð lækkaði í öllum verslunum SamkaupaÞeim fækkar sem þiggja fjárhagsaðstoð frá ReykjanesbæAfsláttur af notendagjöldum á Keflavíkurflugvelli minnkar árstíðarsveiflurLandshlutasamtök sveitarfélaga skora á ráðherra og alþingismenn