sudurnes.net
Mikið lagt í öryggi starfsmanna Reykjanesbæjar - Local Sudurnes
Allar búsetueiningar á vegum Reykjanesbæjar, auk bakvaktar Velferðarsviðs sveitarfélagsins eru komnar með hlífðarfatnað sem hægt er að grípa til komi upp kórónuveirusmit, en mjög mikil áhersla er lögð á að velferðarsvið sveitarfélagsins sé starfshæft. Þá hefur skrifstofum sveitarfélagsins verið skipt upp í þrjá hluta þar sem enginn samgangur verður milli svæða og sérinngangur fyrir hvert svæði. Þetta kemur fram í fundargerðum neyðarstjórnar Reykjanesbæjar sem fundar daglega um þessar mundir. Í fundargerðunum kemur einnig fram að vinna hjá öllum sviðum gangi vel. Meira frá SuðurnesjumGrindvíkingar vilja hlúa betur að fræðslumálumTveggja milljarða framkvæmdir flytjist varðskipin til NjarðvíkurStefnt að uppbyggingu miðlægs íþróttasvæðis – Framkvæmdir hefjist á næsta áriDeilt um byggingu súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju fyrir HæstaréttiÞrjú verkefni af Suðurnesjum hlutu styrki frá IsaviaFasteignagjöld lækkuðu mest í Keflavík og NjarðvíkSeldu áfengi fyrir á annan milljarðUppselt á Í Holtunum heimaJón Ingi Íslandsmeistari í snóker eftir 7 klukkutíma úrslitaleikWizz Air þriðja umsvifamesta félagið á Keflavíkurflugvelli – 186% vöxtur á milli ára