sudurnes.net
Mikið af fiski drepist í kerjum Matorku - Local Sudurnes
Landeldi Matorku við Grindavík hefur orðið fyrir talsverðu tjóni af völdum skjálftanna á Reykjanesi. Fiskeldisstöð Samherja fiskeldis hefur hinsvegar sloppið betur og litið tjón orðið. Þetta kemur fram í umfjöllun Viðskiptablaðsins sem ræddi við framkvæmdastjóra beggja fyrirtækja. Engar skemmdir hafa orðið á kerjum Samerja og er ekki vitað til þess að skjálftarnir hafi haft teljandi áhrif á eldið. Samkvæmt upplýsingum frá Samherja fiskeldi varð stöðin rafmagnslaus á laugardag en fyrirtækinu tókst að halda kerfunum uppi með ljósavélum. Þá er búið að koma olíu á svæðið sem dugir næstu daga ef til þess kemur. Tvö stór ker brotnuðu illa í stöð Matorku og fyrir vikið hafi mikið af fiski drepist í þeim. Þá hafi tvö ker til viðbótar skemmst töluvert en þar tókst að bjarga fisknum. „Tjónið mun vissulega hafa neikvæð áhrif á reksturinn til skamms tíma en við ætlum að með samstilltu átaki þá mun fyrirtækið kjúfa þetta verkefni eins og annað sem fiskeldi þarf að takast á við. Nú er mikilvægt að sjá stuðning yfirvalda í verki þar sem fyrirtækin á svæðinu þurfa á allri þeirri hjálp sem fáanleg er.“ egir framkvæmdastjóri Matorku við vb.is. Meira frá SuðurnesjumVöntun á dagforeldrum í GrindavíkKeflavík hvetur iðkendur til að tilkynna um mögulega [...]