sudurnes.net
Mest lesið 2018: Ráðist á barn á körfuboltamóti og traðkað á Dominospizzum - Local Sudurnes
Mest lesnu fréttir síðasta árs á Suðurnes.net voru af ýmsum toga, en hér fyrir neðan má finna þær fimm fréttir sem lesendur höfðu mestan áhuga á: Fimmta mest lesna frétt síðasta árs er um óvenjulegt atvik sem átti sér stað í leik Vals og Njarðvíkur á mini-boltamóti í körfuknattleik að Ásvöllum í Hafnarfirði í apríl þegar foreldri eins iðkanda óð inn á völlinn og réðst á leikmann í liði Njarðvíkur. Fjórða mest lesna fréttin er frá því í nóvember, en þar er fjallað um sölu á skemmtistaðnum Paddy´s við Hafnargötu. Fyrrum eigandi skemmtistaðarins, Ármann Ólafur Helgason, segir fyrirtæki sín, eignarhaldsfélagið Ambi ehf. og Paddys ehf. hafa farið í þrot vegna aðgerða Reykjanesbæjar, auk þess sem hann telur Reykjanesbæ hafa verið tregan til að afhenda lögfræðingi sínum gögn sem varða málið. Málinu mun því hafa verið skotið til Umboðsmanns Alþingis sem hefur það til skoðunar. Í þriðja sætinu yfir mest lesnu fréttir síðasta árs er fjallað um myndband sem tekið var upp á nýopnuðum veitingastað Dominos á Fitjum og sýnir starfsfólk staðarins stunda að því er virðist ansi öfluga matarsóun. Síðar kom svo í ljós að um var að ræða grín og tryggt að viðskiptavinir fyrirtækisins fengu ekki “traðkaðar” pizzur í matinn. Icelandair komst nokkrum sinnum í fréttirnar á árinu, en frétt um [...]