sudurnes.net
Mennta og menningarsjóður Voga auglýsir eftir umsóknum - Local Sudurnes
Menntasjóður Sveitarfélagsins Voga auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Nemendur sem luku öðru ári í framhaldsskóla og þeir sem að útskrifuðust úr framhaldsskóla á vorönn 2015 geta sótt um styrk, segir á heimasíðu Voga, en þar er einnig hægt að nálgast umsóknareyðublað. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. og skal umsóknum skilað á bæjarskrifstofu að Iðndal 2. Með umsókninni skal fylgja staðfest útskrift af námsárangri fyrstu tveggja ára framhaldsskólanáms eða prófskírteini. Styrkirnir verða afhentir á fundi bæjarstjórnar í lok ágúst n.k. Auk þess verður þremur nemendum sem sýndu bestan námsárangur á lokaprófum í 10. bekk Stóru-Vogaskóla veittur styrkur. Meira frá SuðurnesjumMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnTæplega 750.000 lögðu leið sína um KEFMilka fékk afsökunarbeiðni og nýjan samningHefja útgáfu á ný – Reykjanes verður SuðurnesjablaðiðSamkeppni um skólasöng Akurskóla130 milljónir í aðkeypta ráðgjöf vegna viðræðna við kröfuhafaMóðurfélagið fær byggingarnar í Helguvík í 15 milljarða gjaldþrotiIcelandair mun kaupa 45 þúsund tonn af HelguvíkureldsneytiSamkaup hagnaðist um 316 milljónir króna á síðasta áriMest lesið á árinu: Kadecostjórar á flottum launum