sudurnes.net
Meirihlutinn: Áframhaldandi strangt aðhald í rekstri Reykjanesbæjar - Local Sudurnes
Fulltrúar þeirra flokka sem skipa meirihlutann í bæjarstjórn Reykjanesbæjar voru að vonum ánægðir með nýsamþykkta fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, sem afgreidd var í bæjarstjórn í gær. Í bókun sem fulltrúarnir lögðu fram er bæjarfulltrúum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, nefndarfólki, starfsmönnum, ráðgjöfum og íbúum sveitarfélagsins sérstaklega þakkað fyrir fyrir gott samstarf á árinu. Bókunina má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: „Í kjölfar sveitarstjórnarkosninga 2014 var myndaður nýr meirihluti, Beinnar leiðar, Frjáls afls og Samfylkingar og óháðra. Helsta markmið meirihlutans var að ná tökum á fjármálum sveitarfélagsins sem þá voru komin í óefni en um leið að verja grunnþjónustuna og hagsmuni barna fjölskyldna. Jafnframt var lögð áhersla á að stuðla að fjölbreyttu og öflugu atvinnulífi með það að markmiði að draga úr atvinnuleysi og fjölga vel launuðum störfum. Skuldaviðmið sveitarfélagsins var það hæsta í landinu eða 249% í árslok 2013. Svokölluð aðlögunaráætlun, sem sýndi hvernig sveitarfélagið ætlaði að komast undir 150% skuldaviðmið fyrir lok árs 2022 og bæjaryfirvöld höfðu skilað inn til Innanríkisráðuneytisins árið 2013, hafði ekki gengið eftir. Staðan fór versnandi og skuldaviðmiðið hækkaði í stað þess að lækka. Framlegð úr venjubundnum rekstri dugði ekki fyrir fjármagnsgjöldum, afskriftum, nýjum fjárfestingum eða viðhaldi, með þeim afleiðingum að skuldir héldu áfram að aukast. Sóknin Frá [...]