sudurnes.net
Meirihluti vill leyfa ber brjóst í laugunum - Local Sudurnes
Töluverð umræða hefur skapast á samfélagsmiðlunum undanfarna daga um hvort leyfa skuli kvenfólki að stunda sundlaugar landsins án þess að hylja brjóst sín. Forsaga málsins er sú að Nútíminn greindi frá því að nokkrum stúlkum hafi verið vísað upp úr Sundlaug Akraness, þegar þær mættu berbrjósta í laugina. Í kjölfarið á þeirri umfjöllun birti Suðurnes.net síðan frétt um að kvenfólki væri leyfilegt að mæta berbrjósta í sundlaugar Reykjanesbæjar. Lesendum stendur til boða að taka þátt í könnun um málið á vef Suðurnes.net og þegar rétt tæplega 350 manns hafa greitt atkvæði sýna niðurstöðurnar að 65% þátttakenda er hlyntur því að kvenfólk fái að stunda laugarnar berbrjósta og 35% á móti. Enn er hægt að taka þátt í könnuninni hér. Meira frá SuðurnesjumMiðflokkurinn þakkar 3.999 manns stuðninginn í SuðurkjördæmiÁrleg friðarganga Grindvíkinga á fimmtudagÖssur vill byggja í Reykjanesbæ – Þarf að taka þátt í hlutkesti um lóðirSegja ástandið slæmt á ÁsbrúHvetja íbúa til þess að taka þátt í könnun um sameiningu sveitarfélagaSandgerðisbær gefur frí frá hádegi í dagVill einkavæðingu: “Engin ástæða fyrir hið opinbera að eiga og reka alþjóðaflugvöll”14 flug­fé­lög í vetr­aráætl­un Leifs­stöðvar – Flogið til 57 áfangastaðaUm 15.000 manns hafa tekið þátt í könnun um veggjöld – Taktu þátt hér!Fjárfestingasjóður vill Isavia