Nýjast á Local Suðurnes

Meirihluti telur Árgangagöngu ekki vera réttan vettvang fyrir mótmæli

Á þriðja hundruð manns hafa tekið þátt í könnun Andstæðinga stóriðju í Helguvík, um það hvort rétt sé að mæta með grímur í Árgangagöngu Ljósanætur, sem fram fer í dag. Mikill meirihluti þeirra sem tekið hafa þátt í könnuninni telja Árgangagönguna ekki vera réttan vettvang fyrir mótmæli af þesu tagi.

Fjölmargir hafa tekið þátt í umræðum um málið í lokuðum Facebook-hópi íbúa í Reykjanesbæ og í þeim umræðum er ljóst að skiptar skoðanir eru um málið og að einhverjir ætla sér að mæta með grímur. Í umræðunum kemur einnig fram að Andstæðingar stóriðju í Helguvík munu úthluta grímum til þeirra sem það vilja fyrir gönguna við verslun 10/11 við Hafnargötu.