Nýjast á Local Suðurnes

Meirihluti kennara hefur dregið uppsagnir sínar til baka

Meiri­hluti grunn­skóla­kenn­ara við Njarðvík­ur­skóla sem sagði upp störfum í síðasta mánuði, hef­ur dregið upp­sagn­ir sín­ar til baka, en 20 af 28 kennurum skólans sögðu upp störfum þegar kjaradeila kennara við Samband sveitarfélaga stóð sem hæst.

Þetta staðfest­ir skóla­stjór­inn Ásgerður Þor­geirs­dótt­ir í samtali við mbl.is.

„Staðan hef­ur breyst mikið og til batnaðar. Það er þó ekki útséð með það hvort all­ir kenn­ar­ar dragi upp­sagn­ir sín­ar til baka,“ sagði Ásgerður. „Ég er að ræða við fólk í dag. Ég er með gott fólk hérna, mikið fag­fólk, og vil ekki missa það.“